Styrkir úr íþróttasjóði
Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Íþróttasjóði sem starfar samkvæmt íþróttalögum nr. 64/1998, sbr. reglugerð nr. 803/2008. Veita má framlög til eftirfarandi verkefna á sviði íþrótta:
- Sérstakra verkefna á vegum íþróttafélaga og samtaka þeirra sem miða að því að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.
- Útbreiðslu- og fræðsluverkefna.
- Íþróttarannsókna.
- Verkefna samkvæmt 13. gr. íþróttalaga.
Athugið
Vegna tæknilegra örðugleika hefur frestur til að skila inn umsóknum um styrk úr íþróttasjóði verið framlengdur til miðnættis föstudagsins 3. október
Vakin er sérstök athygli á að umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á umsóknavef Stjórnarráðsins á vefslóðinni http://umsoknir.stjr.is.
|
- Nánari upplýsingar veita Pálína Kristín Garðarsdóttir í síma 545 9500 eða í tölvupósti á [email protected] og Guðrún Svansdóttir síma 545 9500 eða í tölvupósti á [email protected] .
Umsóknarfrestur er til og með 3. október 2008.