Hoppa yfir valmynd
1. september 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Víða er fylgst með lausum störfum hjá ríkinu

Úr Vefriti fjármálaráðuneytisins 28. ágúst 2008 - þú getur gerst áskrifandi að vefritinu.

Fjármálaráðuneytið heldur sem kunnugt er úti upplýsingavef um laus störf hjá ríkinu sem nefnist starfatorg.is.

Tilgangurinn með vefnum er m.a. sá að tryggja að unnt sé að fylgjast með því hvenær og hvar sem er hvaða störf eru laus til umsóknar hjá ríkinu á hverjum tíma.

Þetta virðist svo sannarlega hafa gengið eftir. Mælingar á heimsóknum á starfatorg.is frá byrjun þessa árs sýna að heimsóknir á vefinn á þessu tímabili voru samtals 148.427 og voru frá hvorki meira né minna en 100 ríkjum í öllum heimsálfum.

Eins og við er að búast voru flestar heimsóknirnar innlendar. Flestar hinna erlendu heimsókna voru frá Danmörku (2086), Svíþjóð (1754), Bandaríkjunum (1164), Bretlandi (819), Noregi (404), Spáni (391), Frakklandi (268), Þýskalandi (262) Belgíu (196) og Finnlandi (171). Heimsóknir voru 10 eða fleiri frá rúmlega 40 ríkjanna eitt hundrað og 5 eða færri frá tæpum helmingi þeirra.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta