Hoppa yfir valmynd
2. september 2008 Dómsmálaráðuneytið

Norrænir dómsmálaráðherrar vilja herða baráttuna gegn barnaklámi

Norrænir dómsmálaráðherrar á fundi í Ystad.
Norrænir dómsmálaráðherrar á fundi í Ystad í Svíþjóð.

Dómsmálaráðherrar Norðurlanda hittust í dag (2. september) á fundi í Ystad í Svíþjóð. Barátta gegn barnaklámi á netinu var meginviðfangsefni fundarins. Ráðherrunum var kynnt áætlun norrænu ríkislögreglustjóranna um aðgerðir gegn barnaklámi sem samþykkt var á fundi þeirra í Reykjavík 18. ágúst.

Dómsmálaráðherrar Íslands og Noregs gerðu grein fyrir ákvörðun ríkisstjórna sinna um að sækja um aðild að Prüm-lögreglusamstarfi Evrópusambandslandanna (ESB). Fram kom að tilmælunum um aðild hefði verið vel tekið af Frökkum sem fara með formennsku í ráðherraráði ESB.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra flutti framsögu á fundinum um alþjóðlega glæpastarfsemi. Auk ráðherrans sátu Ragna Árnadóttir, settur ráðuneytisstjóri, og Bryndís Helgadóttir, lögfræðingur, fundinn fyrir Íslands hönd.

Næsti fundur ráðherranna verður haldinn á Íslandi sumarið 2009.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta