Hoppa yfir valmynd
2. september 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Sumarskóli fyrir landmælingamenn

Við setningu norræns sumarskóla fyrir Landmælingamenn.
Við setningu skólans

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra setti nýverið norrænan sumarskóla Landmælinga Íslands fyrir landmælingamenn. Skólinn er haldinn í samvinnu við norræna landmælingaráðið og landmælingar og loftslagsbreytingar er meginþemað að þessu sinni.

Í setningarávarpi sínu ræddi umhverfisráðherra meðal annars mikilvægi þess að þjóðir heims vinni sameiginlega að því að bregðast við loftslagsbreytingum og að hlúa þurfi að upplýsingaöflun og rannsóknum á sviði umhverfismála.

Um 50 norrænir sérfræðingar í landmælingum taka þátt í skólanum, þar af 11 fyrirlesarar auk gestafyrirlesara frá Bandaríkjunum.

Frétt á heimasíðu Landmælinga Íslands.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta