Fyrsta heimsókn spænsks utanríkisráðherra til Íslands
Utanríkisráðherra Spánar, Miguel Angel Moratinos, átti í dag fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra en þetta er í fyrsta sinn sem utanríkisráðherra Spánar kemur í opinberra heimsókn til landsins. Á fundinum með Ingibjörgu Sólrúnu voru ýmis mál rædd, svo sem Evrópumál, framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, tvíhliða samskipti ríkjanna, málefni Mið-Austurlanda og Georgíu. Þá ræddu starfssystkinin samvinnu innan alþjóðastofnana á borð við Atlantshafsbandalagið og Öryggis- og samvinnustofun Evrópu en Moratinos var í forsæti þeirrar síðarnefndu á síðasta ári.
Að loknum fundi utanríkisráðherrana hitti Moratinos Geir H. Haarde forsætisráðherra og gekk á milli fundarstaða með viðkomu í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem Ingibjörg Sólrún sýndi honum Íslandskortið.