Viðskiptaráðherra fundaði í gær með fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands, Alistair Darling.
Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, átti í gær fund með fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands, Alistair Darling. Á fundinum ræddu þeir góð samskipti þjóðanna á sviði fjármálamarkaðar. Íslensku bankarnir hafa mikla starfsemi á Bretlandi og er landið stærsti markaður íslensku bankanna, utan Íslands. Einnig ræddu ráðherrarnir hvaða lærdóm megi draga af aðstæðum á mörkuðum undanfarna mánuði.
Í gærmorgun heimsótti viðskiptaráðherra útibú Glitnis og Landsbankans í Lundúnum, þar sem forstöðumenn kynntu bankanna og framtíðarhorfur.