Hoppa yfir valmynd
3. september 2008 Matvælaráðuneytið

Viðskiptaráðherra fundaði í gær með fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands, Alistair Darling.

Viðskiptaráðherra og Alistair Darling
Viðskiptaráðherra og Alistair Darling

Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, átti í gær fund með fjármála- og bankamálaráðherra Bretlands, Alistair Darling. Á fundinum ræddu þeir góð samskipti þjóðanna á sviði fjármálamarkaðar. Íslensku bankarnir hafa mikla starfsemi á Bretlandi og er landið stærsti markaður íslensku bankanna, utan Íslands. Einnig ræddu ráðherrarnir hvaða lærdóm megi draga af aðstæðum á mörkuðum undanfarna mánuði.

Í gærmorgun heimsótti viðskiptaráðherra útibú Glitnis og Landsbankans í Lundúnum, þar sem forstöðumenn kynntu bankanna og framtíðarhorfur.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta