Hoppa yfir valmynd
10. september 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Stórkostleg upplifun

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra á Ólympíumóti fatlaðra í Peking
Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra á Ólympíumóti fatlaðra í Peking

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra var viðstödd keppni í langstökki á Ólympíuleikum fatlaðra í gær þar sem Baldur Ævar Baldursson keppti fyrir Íslands hönd og hafnaði í 7. sæti. Að keppni lokinni afhenti ráðherra blómakransa við verðlaunahátíðina.

Jóhanna er heiðursgestur Íþróttasambands fatlaðra á Ólympíuleikunum í Peking. Heimsókn hennar þar er nú lokið og heldur hún heim til Íslands í dag. Við lok heimsóknar sagði Jóhanna að leikarnir væru stórkostleg upplifun sem hún muni aldrei gleyma: „Í raun er kraftaverk hve frábærum árangri fatlaðir íþróttamenn ná, njóti þeir góðs aðbúnaðar að öllu leyti og góðrar þjálfunar. Íþróttasamband fatlaðra á heiður skilinn fyrir það hve frábærlega hefur verið staðið að málum og árangur íþróttamannanna er mjög mikill í alþjóðlegum samanburði. Ég fyllist miklu stolti og er þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að fylgjast með þessum hetjum okkar.“



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta