Afhending trúnaðarbréfs í Phnom Penh
Gunnar Snorri Gunnarsson afhenti þann 12. þ.m. Norodom Sihamoni, konungi Kambódíu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Kambódíu með aðsetur í Peking.
Hann átti einnig fundi með utanríkisráðherra um samskipti landanna, og staðfestu stjórnvöld Kambódíu stuðning sinn við framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Rædd var hugsanleg samvinna landanna í sjávarútvegi og fiskeldi.