Evrópska samgönguvikan
Evrópska samgönguvikan hefst á morgun og stendur til 22. september. Yfir 2.000 borgir og bæir taka þátt í vikunni að þessu sinni, þar á meðal fjögur íslensk sveitarfélög. Meðal viðburða í samgönguvikunni er alþjóðlega ráðstefnan Driving Sustainability, en hún er m.a. studd af umhverfisráðuneytinu, iðnaðarráðuneytinu og samgönguráðuneytinu. Á ráðstefnunni koma saman stærstu bílaframleiðendur heims, helstu orkufyrirtæki Norðurlanda og leiðandi alþjóðleg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í rafvæðingu samgangna til að ræða komandi byltingu í rafmagnssamgöngum á næstu fimm árum.
Íslensku sveitarfélögin fjögur sem taka þátt í samgönguvikinnu í ár eru: Reykjavík, Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Garður.