Hoppa yfir valmynd
16. september 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

OECD úttekt á háskólastigi

Í dag, þann 16. september, birtir OECD niðurstöður umfangsmikillar úttektar á háskólastiginu undir heitinu Tertiary Education for the Knowledge Society.
OECD
oecd

Í dag, þann 16. september, birtir OECD niðurstöður umfangsmikillar úttektar á háskólastiginu undir heitinu Tertiary Education for the Knowledge Society. Fór gagnaöflun einkum fram á árunum 2005-2006. Ritið byggir einkum á niðurstöðum úttekta í 24 löndum en þar af voru 14 lönd könnuð sérstaklega og var Ísland eitt þessara landa.

Tilgangur OECD með ritinu er að aðstoða stjórnvöld í aðildarlöndum OECD við að móta stefnu í málefnum háskóla sem ýtir undir nýsköpun, samkeppnishæfni og efnahagslegar framfarir. Fjallar ritið um stefnumörkun stjórnvalda á öllum helstu sviðum háskólamála; stjórnsýslu, fjármögnunar, gæðatryggingar, jafnréttis, rannsókna og nýsköpunar, starfsþróunar, tengsla háskóla og vinnumarkaðar og alþjóðavæðingu háskóla.

Meðal tilmæla til stjórnvalda eru þessi:

  • Á sviði markmiðssetningar: Tryggja þarf að háskólamenntun þjóni efnahagslegum og samfélagslegum markmiðum, efla þarf tengsl við atvinnurekendur, samfélag og vinnumarkað og tengsl háskóla og atvinnulíf á sviði rannsókna og nýsköpunar.
  • Á sviði stjórnunar: Þróa þarf stjórntæki sem hjálpa ráðuneytum að móta stefnu og meta árangur stefnunnar. Einnig þarf að finna jafnvægi milli sjálfræðis háskóla og ábyrgðarskyldu þeirra.
    Í tengslum við fjármögnun háskóla: Móta þarf fjárveitingarstefnu sem hámarkar framlag háskóla til samfélagsins og efnahagslífsins, skiptir kostnaði milli nemenda og stjórnvalda og styður nemendur til náms.
  • Á sviði gæðastýringar: Leggja þarf meiri áherslu á gæði háskólamenntunar, efla þarf gæðastýringu og gæðamenningu og leggja þarf áherslu á árangur háskólanáms.
    Í tengslum við alþjóðavæðingu: Þróa þarf áætlun og umgerð fyrir alþjóðavæðingu háskóla ásamt því að hvetja háskóla til að vera virka í alþjóðasamstarfi.

    Hægt er að panta eintök af ritinu hjá OECD en einnig má nálgast ritið á rafrænu formi: http://www.oecd.org/document/52/0,3343,en_2649_39263238_40113908_1_1_1_1,00.html


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta