Auknar heimildir vegna skortsölu
Viðskiptaráðuneytið hefur ákveðið að gera breytingar á reglugerð nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik sem miðar að því að styrkja heimildir Fjármálaeftirlitsins til að skilgreina ákveðna hegðun andstæða viðurkenndri markaðsframkvæmd með tilliti til fjármálastöðugleika og aðstæðna á markaði.
Með þessari heimild er Fjármálaeftirlitinu veitt meira svigrúm en áður til að grípa til aðgerða gegn ákveðinni markaðsframkvæmd sem talist getur ógna fjármálastöðugleika eða haft skaðleg áhrif á virkni markaða með hlutabréf.
Með breytingunni er meðal annars ætlunin að styrkja heimildir Fjármálaeftirlitsins til að banna eða setja skorður við skortsölu hlutabréfa ef þær aðstæður koma upp að fjármálastöðugleika eða virkni markaða er ógnað af völdum skortsölu.
Reykjavík, 21. september 2008.
Sjá reglugerð á vef Stjórnartíðinda.