Hoppa yfir valmynd
22. september 2008 Matvælaráðuneytið

Evra á Íslandi. Hvort, hvernig, hvenær?

Þriðjudaginn 23. september stendur viðskiptaráðuneytið, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst fyrir ráðstefnu um áhrifum tengingar við evru á viðskipti, fjármálastöðugleika, samfélag og lagalegt umhverfi. Megin áhersla er lögð á umfjöllun um margvísleg áhrif svokallaðrar evruvæðingar, þ.e. síaukin notkun á evru í íslensku efnahagslífi samfara krónunni, og samanburð við aðrar leiðir til teningar við evru.

Kynntar verða rannsóknir fjögurra háskólastofnanna sem viðskiptaráðuneytið hefur styrkt.

  • Peter Dyrberg, Evrópuréttarstofnun Háskólans í Reykjavík, mun fjalla um mismunandi leiðir fyrir Ísland að tengjast evru frá lagalegu sjónarmiði.
  • Eiríkur Bergman Einarsson, Evrópufræðasetri við Háskólann á Bifröst, fjallar um sjálfkrafa innleiðingu evru, hversu umfangsmikil hún er og hvaða áhrif hún mun hafa á efnahag og samfélag.
  • Friðrík Már Baldursson, Rannsóknastofnun í fjármálum við Háskólann í Reykjavík, fjallar um mismunandi gerðir evruvæðingar og helstu efnahagslegu áhrif með sérstakri áherslu á fjármálastöðugleika.
  • Emil Karlsson, Rannsóknasetri verslunarinnar við Háskólann á Bifröst, fjallar um horfur um notkun evru og annarra erlendra mynta í verslun á Íslandi.
  • Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mun flytja stutt inngangserindi og Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, stýrir ráðstefnunni.

Ráðstefnan er haldin í Þjóðmenningarhúsinu og hefst klukkan 12.00 og lýkur um klukkan 15:10. Boðið er uppá léttan hádegisverð frá 11:30.

Sjá auglýsingu.

Tekið er við skráningum á [email protected].



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta