Hoppa yfir valmynd
22. september 2008 Dómsmálaráðuneytið

Fyrsti fundur samstarfsráðs Íslands og Noregs um kaup nýrra langdrægra björgunarþyrla

Samstarfsráð Íslands og Noregs um kaup nýrra langdrægra björgunarþyrla kom saman til fundar í Reykjavík 3. september sl.

Samstarfsráð Íslands og Noregs um kaup nýrra langdrægra björgunarþyrla
Samstarfsráð Íslands og Noregs um kaup nýrra langdrægra björgunarþyrla.

Í samkomulagi um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla, sem Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Knut Storberget dómsmálaráðherra Noregs skrifuðu undir í Reykjavík 30. nóvember 2007, er m.a. gert ráð fyrir samstarfsráði beggja landa. Ráðið kom saman til fundar hér í Reykjavík 3. september 2008.

Meginverkefni þessa fyrsta fundar ráðsins var að fara yfir þróun og núverandi stöðu allra undirbúningsferla, og samræma þau störf sem fara fram í báðum löndum. Sameiginleg vinna við undirbúning beggja landa er hins vegar á vegum svonefnds NAWSARH-verkefnis í Stavanger (www.nawsarh.dep.no).

Sameiginleg útboðslýsing verður gefin út á árinu 2009. Nýjar, langdrægar björgunarþyrlur eiga að vera komnar í fullan rekstur í báðum löndum eigi síðar en árið 2015. Undirbúningur útboðs felur í sér umfangsmikil og flókin verkefni, bæði á Íslandi og í Noregi, en verkefninu miðar áfram í samræmi við ákvæði samkomulags þeirra.

Í forsvari fyrir sendinefnd Noregs var Mette Stangerhaugen, skrifstofustjóri björgunar- og neyðaráætlana í norska dómsmálaráðuneytinu, en í forsvari fyrir fulltrúum Íslands var Þórunn J. Hafstein, skrifstofustjóri dómsmála- og löggæsluskrifstofu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum