Hoppa yfir valmynd
26. september 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Listaverk eftir Erró til UNESCO

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti í dag föstudaginn 26. september Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) verk eftir listamanninn Erró en verkið er gjöf íslensku ríkisstjórnarinnar.
unesco
unesco

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti í dag föstudaginn 26. september Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) verk eftir listamanninn Erró en verkið er gjöf íslensku ríkisstjórnarinnar.

Verkið heitir Saga Þórs og er gefið stofnuninni að gjöf sem viðurkenningarvottur fyrir störf stofnunarinnar í tilefni af 60 ára afmæli hennar og til að heiðra listamanninn.

Koïchiro Matsuura framkvæmdastjóri UNESCO tók við gjöfinni við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum UNESCO í París að viðstöddum listamanninum.

Saga Þórs er stórt olíuverk frá árinu 1999 og hefur m.a. verið sýnt á stórum Erró-sýningum í Valencia á Spáni og í Listasafni Reykjavíkur árið 2001.

Í höfuðstöðvum UNESCO má finna verk eftir fjölmarga þekkta listamenn og má nefna Picasso, Henry Moore, Miro og Robert Jacobsen.

Menntamálaráðherra sat einnig föstudaginn 26. september ráðstefnu í Sorbonne-háskóla um fjöltyngi sem franska ríkisstjórnin bauð til. Ráðstefnan er hluti af formennskuáætlun Frakka í ráðherraráði Evrópusambandsins.

Á ráðstefnunni sem ráðherrum og sérfræðingum frá ríkjum Evrópu var boðið til var m.a. lögð áhersla á mikilvægi þess að viðhalda tungumálum álfunnar en sá mikli fjölbreytileiki sem væri að finna á því sviði væri meðal helstu styrkleika Evrópu.

Á morgun laugardag mun menntamálaráðherra fylgjast með landsleik kvennalandsliða Íslands og Frakklands í knattspyrnu í borginni La Roche sur Yon en í leiknum ræðst hvaða lið kemst á úrslitakeppni EM í knattspyrnu í Finnlandi á næsta ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta