Ræða forsætisráðherra á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar fjallaði hann um baráttuna gegn sárri fátækt í heiminum, mikilvægi sjálfbærrar þróunar og aðgerða vegna loftlagsbreytinga og lagði áherslu á virðingu fyrir mannréttindum þ.m.t. réttindum kvenna. Þá fjallaði forsætisráðherra um nauðsyn umbóta innan Sameinuðu þjóðanna og kvatti í því samhengi til átaks í menntun um tilgang og starfssemi samtakanna. Loks gerði forsætisráðherra grein fyrir framboði Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.
Enskur texti ræðunnar fylgir hjálagt.
Reykjavík 26. september 2008