Stoltenberg ítrekar stuðning Norðurlanda við framboð Íslands
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, vakti athygli á framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í ræðu, sem hann flutti á allsherjarþingi S.þ.í nótt. Stoltenberg lagði áherslu á að Ísland nyti stuðnings allra hinna Norðurlandanna í framboðinu og lauk ræðu sinni á því að biðja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að taka framboð Íslands og stuðning Norðurlandanna til athugunar.
Stoltenberg sagði að Ísland væri nú í fyrsta skipti, frá því landið gerðist aðili að S.þ. fyrir 62 árum, í framboði til öryggisráðsins. „Framboð Íslands endurspeglar langtíma-skuldbindingu allra Norðurlandanna að vinna að alþjóðlegum friði og hinu mikilvæga starfi Sameinuðu þjóðanna. Ísland nýtur virks stuðnings bandalagsþjóða sinna í norræna ríkjahópnum: Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar og Noregs. Vinsamlega takið það til athugunar."