Hoppa yfir valmynd
29. september 2008 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra gekkst undir aðgerð á Mount Sinai sjúkrahúsinu í New York í dag. Aðgerðin var gerð vegna veikinda sem upp komu fyrir réttri viku og rekja má til meins í fjórða heilavökvahólfi. Utanríkisráðherra heilsast vel að lokinni aðgerð.

Ákvörðun um að aðgerðin yrði gerð í dag þar ytra, var tekin í kjölfar rannsókna sl. föstudag og að höfðu samráði sérfræðinga á Landspítalanum og lækna á Mount Sinai sjúkrahúsinu.

Enn liggur ekki fyrir hversu lengi utanríkisráðherra verður frá vinnu vegna veikindanna



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta