Hoppa yfir valmynd
3. október 2008 Matvælaráðuneytið

Hátækni- og sprotavettvangur

Undirskrift samnings um Hátækni- og sprotavettvang
Myndin sýnir undirskrift samnings um Hátækni- og sprotavettvang

Í morgun var skrifað undir samning um Hátækni- og sprotavettvang en að samningnum standa Iðnaðarráðuneyti, menntamálaráðuneyti, fjármálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti, Samtök sprotafyrirtækja, Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Samtök iðnaðarins. Tilgangur samstarfsvettvangsins er að móta vegvísi til framtíðar um uppbyggingu hátækniiðnaðar og sprotafyrirtækja á Íslandi.

Undir samninginn ritu'u Össur Skarphéðinsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni M. Mathiesen, staðgengill Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Jón Steindór Valdimarsson, Samtökum iðnaðarins, Einar Mäntylä, Samtökum íslenskra líftæknifyrirtækja, Eggert Claessen, Samtökum upplýsingatæknifyrirtækja og Jón Ágúst Þorsteinsson, Samtökum sprotafyrirtækja.

Eins og fyrr segir er meginhlutverk samstarfsvettvangsins að vinna á markvissan hátt að því að bæta starfsskilyrði og stuðningsumhverfi hátækni- og sprotafyrirtækja. Vettvangurinn starfar í þrjú ár til að byrja með, en á því tímabili verður árangurinn af starfsemi hans metinn og ákvörðun tekin um framhald samkvæmt nýjum samningi ef ástæða þykir til.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta