Menntamálaráðherra kynnir nýja menntastefnu á Austurlandi
Menntamálaráðuneytið vill minna á kynningarfundi um nýja menntalöggjöf sem haldnir verða á Austurlandi á næstunni.
Fyrri fundurinn verður haldinn 7. október í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hinn síðari 8. október í Nýheimum á Höfn í Hornafirði frá kl. 20-22. Á fundunum mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, kynna nýja menntastefnu og Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í menntamálaráðuneyti kynnir nýja menntalöggjöf nánar. Að erindum loknum verða pallborðsumræður með málshefjendum ásamt Sölva Sveinssyni, sérfræðingi í menntamálaráðuneyti.
Fundarstjórar á fundunum verða Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs og Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri Hornafjarðar.
Fundirnir eru öllum opnir og vill menntamálaráðuneytið hvetja skólafólk, foreldra, nemendur og annað áhugafólk um skólamál til að mæta og ræða nýja menntalöggjöf sem býður upp á mörg og spennandi tækifæri fyrir íslenskt skólakerfi.
Nánari upplýsingar um nýja menntastefnu og dagskrá haustsins er á www.nymenntastefna.is
Vinsamlegast dreifið bréfinu eins og kostur er, bæði til starfsfólks skóla og foreldra