Hoppa yfir valmynd
8. október 2008 Utanríkisráðuneytið

Samráð ríkisstjórna Íslands og Bretlands vegna ástandsins á fjármálamörkuðum

Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fór eftir hádegi í dag til fundar í Downingstræti 10 við háttsetta embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti Bretlands. Á fundinum sem íslensk stjórnvöld óskuðu eftir í framhaldi af yfirlýsingum Gordons Brown, forsætisráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra, í morgun, var rætt um samráð ríkisstjórna landanna vegna ástandsins á fjármálamörkuðum, áhrif þess á íslenskt fjármálakerfi og stöðu íslenskra banka. Sendiherrann kynnti efni yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um Icesave-reikninga Landsbankans og fyrir liggur nú að teknar verða upp formlegar viðræður ríkjanna um áframhaldandi samráð og nauðsynlegar aðgerðir.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta