Hoppa yfir valmynd
9. október 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Fjármálaráðherra á ársfund alþjóðagjaldeyrissjóðsins og alþjóðabankans

Fjármálaráðuneytið, fréttatilkynning nr. 17/2008

Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, fer í dag til Washington á ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og
Alþjóðabankans þar sem ástand efnahagsmála í heiminum verður til umfjöllunar.

Samhliða fundum hinna alþjóðlegu stofnana mun ráðherra m.a. eiga tvíhliða fundi með fulltrúum
bandarískra og breskra stjórnvalda auk þess sem hann mun hitta fulltrúa fjölmargra fjármálafyrirtækja
sem átt hafa viðskipti við Ísland.

Fundirnir hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag í næstu viku.

Reykjavík 9. október 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta