Hoppa yfir valmynd
16. október 2008 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Þjónusta Ráðgjafarstofu efld vegna greiðsluvanda heimila

Í samræmi við tilmæli félags- og tryggingamálaráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, og samkomulags félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Íbúðalánasjóðs og Reykjavíkurborgar hefur verið ákveðið að auka þjónustu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna vegna núverandi aðstæðna í efnahagslífi þjóðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt til að efla þjónustuna.

Það er verkefni Ráðgjafarstofu að aðstoða þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum og er verið að mæta aukinni eftirspurn eftir þjónustu hennar. Starfsmönnum verður fjölgað af þessu tilefni og opnunartími lengdur. Samstarf verður eflt við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar um þjónustu. Í framhaldinu er verið að kanna frekari leiðir til að efla og styrkja þjónustuna almennt og á vettvangi sveitarfélaga við þá sem eiga í greiðsluerfiðleikum.

Símanúmer Ráðgjafarstofunnar er 551 4485. Símaráðgjöf er á opnunartíma og einnig netspjallið á heimasíðu Ráðgjafarstofu: www.rad.is

Íbúar á landsbyggðinni geta sent inn umsóknir og eru þær afgreiddar og sendar til baka. Ráðgjafi er einnig á Akureyri tvisvar í mánuði og er bókunarsími þar 460 1420.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta