Aðstoð við Íslendinga erlendis vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði
Utanríkisráðuneytið hefur í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið unnið að úrræðum til að bregðast við vanda Íslendinga erlendis sem hafa átt í erfiðleikum með að nálgast fjármuni sína af íslenskum reikningum.
Munu sendiskrifstofur Íslands hafa milligöngu um ráðgjöf og aðstoð við Íslendinga erlendis vegna aðstæðna á fjármálamarkaði hérlendis. Þeim sem eiga í erfiðleikum með að nálgast fjármuni sína er því bent á að snúa sér til næstu sendiskrifstofu Íslands en upplýsingar um hvar hana er að finna eru á heimasíðu utanríkisráðuneytisins:
http://www.utanrikisraduneyti.is/sendi-og-raedisskrifstofur/islenskar/nr/444