Ávarp Björns Bjarnasonar á hátíðarmálþingi lagadeildar Háskóla Íslands
Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra hélt ávarp á hátíðarmálþingi lagadeildar Háskóla Íslands í dag. Hann sagði m.a. að hann leyfði sér að kveða svo fast að orði að ný sjálfstæðisbarátta væri óhjákvæmileg til að endurheimta og treysta fjárhagslegan styrk þjóðarinnar. „Í þeirri baráttu mun örugglega reyna mjög á lög og lögfræðinga, eins og jafnan áður, þegar Íslendingar hafa leitast við að treysta stöðu sína í samfélagi þjóðanna."
Björn benti á að nú skipti öllu að lög og reglur séu hafðar sem leiðarljós, þegar hafist sé handa við að vinna sig út úr rústunum. Til réttarvörslukerfisins séu ætíð gerðar miklar kröfur en aldrei meiri en þegar vegið sé að innviðum þjóðfélaga, eins og hér hafi gerst.
Í ávarpinu fjallaði Björn einnig um það hvernig staðið skuli að rannsókn á hugsanlegum kærum um meinta refsiverða verknaði tengda falli bankanna.
Sjá ávarp ráðherra hér.