Kosningar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
Í kosningum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem fram fóru í New York í dag hlaut Ísland 87 atkvæði en Austurríki 133 og Tyrkland 151. Tyrkland og Austurríki voru því kjörin í ráðið til tveggja ára. Kosið var á milli þessara ríkja úr hópi Vestur-Evrópu og fleiri ríkja. Önnur ríki sem hluti kosningu í ráðið í dag voru Mexíkó fyrir hönd Rómönsku Ameríu, Úganda fyrir Afríku og Japan fyrir Asíu.
Þótt Ísland hafi ekki náð kjöri til öryggisráðsins að þessu sinni hefur framboðið stóreflt þátt Íslands í alþjóðasamstarfi. Kynningarstarfið hefur gert Íslandi kleift að koma á og efla tengslanet sem Ísland mun nýta sér á komandi árum til að standa vörð um íslenska hagsmuni. Almennt er viðurkennt að framboðið hafi styrkt norrænt samstarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.