Laust embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna
Embætti framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna er laust til umsóknar. Hlutverk Lánasjóðsins er að tryggja þeim sem falla undir lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna tækifæri til náms án tillits til efnahags. Um starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna fer skv. lögum nr. 21/1992 um Lánasjóð íslenskra námsmanna.
Menntamálaráðherra skipar framkvæmdastjóra Lánasjóð íslenskra námsmanna til fimm ára að fengnum tillögum sjóðsstjórnar.
Um laun og kjör framkvæmdastjóra fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Upplýsingar veitir Þórhallur Vilhjálmsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs, sími 545 9500, [email protected]. Umsóknarfrestur er til 7. nóvember nk.