Styrkir úr þróunarsjóði námsgagna
Menntamálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði námsgagna.
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
- Þróunarsjóður námsgagna starfar samkvæmt lögum um námsgögn nr. 71/2007 og reglugerð um sjóðinn nr. 1268/2007.
- Umsóknarfrestur er til 24. nóvember 2008.
- Vakin er sérstök athygli á að umsóknir um styrki skulu vera á rafrænu formi.
Sækja þarf um aðgang að umsóknavef ráðuneytisins, http://umsoknir.menntamalaraduneyti.is/
Aðgangur er gefinn á kennitölu og er lykilorð sent til viðkomandi á netfang sem gefið er upp við nýskráningu.