Hoppa yfir valmynd
29. október 2008 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur um norðlægu víddina í St. Pétursborg

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, sótti í gær fyrir hönd Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, fyrsta utanríkisráðherrafund hinnar Norðlægu víddar Evrópusambandsins, sem haldin var í Sankti Pétursborg í boði Rússlands. Norðlæga víddin er samvinnuvettvangur ESB og aðildarríkja þess ásamt Rússlandi, Íslandi og Noregi. Bandaríkin og Kanada eru áheyrnarfulltrúar.

Fundinum í gær var stýrt af Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Aðrir ráðherrar sem sóttu fundinn voru Bernard Kouchner, utanríkisráðherra Frakklands, Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar og Urmaes Paet, utanríkisráðherra Eistlands.

Á fundinum var m.a. rætt um mikilvægi þess að samhæfa samstarf svæðisbundinna stofnana í Norður-Evrópu; Eystrasaltsráðsins, Barentsráðsins og ekki síst Norðurskautsráðsins í ljósi vaxandi mikilvægis norðurslóða. Auk hefðbundins samstarfs á sviði umhverfis-, heilbrigðis- og félagsmála tóku þátttökuríkin að tillögu Rússa ákvörðun um að hefja samstarf á sviði samgöngumála. Einnig er áhugi á því að auka samvinnu á sviði menningarmála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta