Hoppa yfir valmynd
30. október 2008 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-september 2008

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrstu níu mánuði ársins liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri 19,2 ma.kr. innan ársins samanborið við 48,6 ma.kr. á sama tímabili í fyrra. Innheimtar tekjur voru 11,6 ma.kr. hærri en á árinu 2007 en gjöldin voru 49,9 ma.kr. hærri nú en í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 27,7 ma.kr. sem er 45,6 ma.kr. betri útkoma en í fyrra.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar–september 2004-2008

Liðir
2004 2005 2006 2007 2008
Innheimtar tekjur
201.207
305.378
277.246
320.820
332.406
Greidd gjöld
212.932
233.596
233.632
268.624
318.569
Tekjujöfnuður
-11.725
71.782
43.614
52.196
13.837
Söluhagn. af hlutabr. og eignahl.
-
-56.755
-
-33
-39
Breyting viðskiptahreyfinga
1.320
-446
258
-3.578
5.402
Handbært fé frá rekstri
-10.405
14.581
43.872
48.584
19.200
Fjármunahreyfingar
7.969
45.165
-2.245
-66.480
8.540
Hreinn lánsfjárjöfnuður
-2.436
59.746
41.627
-17.896
27.740
Afborganir lána
-30.843
-47.939
-38.071
-33.483
-45.486
Innanlands
-5.676
-14.056
-15.198
-22.251
-30.019
Erlendis
-25.166
-33.883
-22.873
-11.232
-15.467
Greiðslur til LSR og LH
-5.625
-2.950
-2.970
-2.970
-2.970
Lánsfjárjöfnuður, brúttó
-38.904
8.857
586
-54.349
-20.716
Lántökur
40.679
11.698
24.978
58.453
208.397
Innanlands
17.430
11.698
20.362
58.277
101.710
Erlendis
23.249
-
4.616
176
106.687
Breyting á handbæru fé
1.775
20.555
25.564
4.105
187.681


Innheimtar tekjur ríkissjóðs námu 332 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins sem er aukning um 12 ma.kr. frá því á sama tíma í fyrra eða 3,6% aukning að nafnvirði. Skatttekjur og tryggingagjöld námu 302 ma.kr. sem samsvarar 3,6% aukningu að nafnvirði á milli ára. Á sama tíma hefur almennt verðlag hækkað um 9,9% (VNV án húsnæðis) og skatttekjur og tryggingagjöld hafa því dregist saman um 5,8% að raunvirði. Aðrar tekjur jukust um 4,1% og þar af er mest hækkun á vaxtatekjum af bankainnstæðum eða 91,2%.

Skattar á tekjur og hagnað námu um 115 ma.kr. sem er aukning um 10,5% frá sama tíma árið áður. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga 64 ma.kr. (aukning um 5,6%), tekjuskattur lögaðila 20 ma.kr. (aukning um 4,9%) og fjármagnstekjuskattur 32 ma.kr. (aukning um 26,7%). Innheimta eignarskatta var um 6 ma.kr. sem er samdráttur upp á 27,1% á milli ára. Þar af námu stimpilgjöld tæpum 5 ma.kr. en innheimta þeirra hefur dregist saman um 2 ma.kr. frá fyrra ári.

Innheimta veltuskatta í septembermánuði skilaði ríkissjóði rúmum 16 ma.kr. sem er jafnmikið að nafnvirði og í sama mánuði í fyrra. Frá ársbyrjun hafa veltuskattar skilað ríkissjóði 141 ma.kr. og dregist lítillega saman að nafnvirði frá sama tíma árið áður eða um 0,9% en samdrátturinn er 9,9% að raunvirði (miðað við hækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis). Þegar horft er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunlækkun veltuskatta nú 15,8% á milli ára sem er mesta raunlækkun um árabil eins og sést á myndinni hér að neðan. Þetta er enn ein vísbending um að dregið hefur verulega úr umsvifum í hagkerfinu. Virðisaukaskattur er stærsti hluti veltuskattanna og skilaði hann ríkissjóði 99 ma.kr. á tímabilinu sem er 0,6% samdráttur að nafnvirði frá fyrstu níu mánuðum ársins 2007 og 9,5% raunsamdráttur. Aðrir veltuskattar, sem eru einkum ýmis vörugjöld, námu um 42 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins og drógust saman um 1,8% frá sama tíma 2007. Mestur samdráttur er í vörugjöldum af ökutækjum, sem hafa verið stærsti liður vörugjaldanna undanfarin ár, eða 17% samdráttur. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu 5 ma.kr. og tekjur af tryggingagjöldum 31 ma.kr. sem er aukning um annars vegar 14,9% og hins vegar 6% á milli ára.

Greidd gjöld nema 318,6 ma.kr. og er það hækkun um 49,9 ma.kr. frá fyrra ári eða 18,6%. Mest aukning er vegna almannatrygginga- og velferðarmála 14,3 ma.kr. eða 22,1%. Þar munar mest um lífeyristryggingar sem hækka um 9 ma.kr. á milli ára, fæðingarorlofsgreiðslur um 1,2 ma.kr. og vaxtabætur um 1,4 ma.kr. Efnahags- og atvinnumál hækka um 11 ma.kr. á milli ára eða tæp 31% þar sem mestu munar um stofnanir samgönguráðuneytisins. Þá hækkar almenn opinber þjónusta um 8,3 ma.kr. eða 23% og heilbrigðismál um 8,1 ma.kr. eða tæp 12%. Hlutfallslega er mest hækkun á liðnum varnarmál eða 37%, en málaflokkurinn í heild er mjög veigalítill í heildarútgjöldum ríkisins.

Hreinn lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs var jákvæður um 27,7 ma.kr. Afborganir lána námu 45,5 ma.kr., þar af voru 30 ma.kr. til niðurgreiðslu innlendra skulda. Greiðslur til LSR og LH námu 2.970 ma.kr. Lántökur námu 208,4 ma.kr., þar sem 101,7 ma.kr. voru teknir að láni innanlands. Lántökur eru umfram lánsfjárþörf en ákvörðun var tekin á vormánuðum um að auka útgáfur á stuttum ríkisbréfum í því skyni að auka virkni á skuldabréfa- og gjaldeyrismarkaði.

Tekjur ríkissjóðs janúar-september 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liðir
2006
2007
2008
2006
2007
2008
Skatttekjur og tryggingagjöld
260.030
291.147
301.522
13,8
12,0
3,6
Skattar á tekjur og hagnað
88.400
104.282
115.250
19,6
18,0
10,5
Tekjuskattur einstaklinga
54.830
60.656
64.054
12,1
10,6
5,6
Tekjuskattur lögaðila
17.117
18.681
19.592
109,3
9,1
4,9
Skattur á fjármagnstekjur
16.452
24.945
31.604
-2,4
51,6
26,7
Eignarskattar
6.897
8.426
6.143
-36,6
22,2
-27,1
Skattar á vöru og þjónustu
132.458
142.590
141.250
14,1
7,6
-0,9
Virðisaukaskattur
91.137
99.563
99.015
16,3
9,2
-0,6
Vörugjöld af ökutækjum
8.256
8.085
6.711
5,1
-2,1
-17,0
Vörugjöld af bensíni
6.904
7.076
6.848
1,1
2,5
-3,2
Skattar á olíu
4.994
5.572
5.687
27,8
11,6
2,1
Áfengisgjald og tóbaksgjald
8.437
8.803
8.940
4,3
4,3
1,6
Aðrir skattar á vöru og þjónustu
12.730
13.491
14.049
15,1
6,0
4,1
Tollar og aðflutningsgjöld
3.311
4.178
4.802
34,8
26,2
14,9
Aðrir skattar
1.461
2.525
3.187
9,0
72,8
26,2
Tryggingagjöld
27.504
29.146
30.890
16,0
6,0
6,0
Fjárframlög
885
853
331
175,7
-3,6
-61,2
Aðrar tekjur
15.783
21.890
27.797
-19,1
38,7
27,0
Sala eigna
547
6.930
2.756
-
-
-
Tekjur alls
277.246
320.820
332.406
-9,2
15,7
3,6


Gjöld ríkissjóðs janúar–september 2006-2008

í milljónum króna
Breyting frá fyrra ári, %
Liður
2006
2007
2008
2007
2008
Almenn opinber þjónusta 29.003 35.667 43.939 23,0 23,2
Þar af vaxtagreiðslur 7.865 11.218 13.713 42,0 22,2
Varnarmál 450 593 810 31,7 36,6
Löggæsla, réttargæsla og öryggismál 10.045 11.834 14.681 17,8 24,1
Efnahags- og atvinnumál 31.959 36.206 47.242 13,3 30,5
Umhverfisvernd 2.512 2.947 3.242 17,3 10,0
Húsnæðis- skipulags- og veitumál 299 320 401 6,8 25,5
Heilbrigðismál 62.484 69.416 77.533 11,1 11,7
Menningar-, íþrótta- og trúmál 10.194 11.645 12.625 14,2 8,4
Menntamál 26.153 28.947 32.596 10,7 12,6
Almannatryggingar og velferðarmál 54.806 64.584 78.848 17,8 22,1
Óregluleg útgjöld 4.755 6.466 6.652 36,0 2,9
Gjöld alls 232.660 268.624 318.569 15,5 18,6




Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta