Hoppa yfir valmynd
30. október 2008 Dómsmálaráðuneytið

Samstarfsyfirlýsing bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, rituðu í gær, 29. október 2008, undir yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands á fundi í Washington.

Björn Bjarnason og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, handsala yfirlýsingu um samstarf.
Björn Bjarnason og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, að lokinni undirritun.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, rituðu í gær, 29. október 2008, undir yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands á fundi í Washington. Yfirlýsingin byggist á samkomulagi Bandaríkjanna og Íslands frá 11. október 2006 um öryggis- og varnarmál, en þar eru ákvæði um samstarf borgaralegra stofnana landanna á sviði öryggismála.

Samkvæmt yfirlýsingunni munu strandgæslan og landhelgisgæslan styrkja samstarf sitt á ýmsum sviðum, svo sem við leit og björgun, stjórn á siglingum, mengunareftirlit á hafinu og almenna öryggisgæslu þar. Þá er einnig gert ráð fyrir sameiginlegri þjálfun og menntun starfsmanna eftir því sem nauðsynlegt er til að treysta samstarfið sem best.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta