Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2008 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tíu ára afmæli Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar

Heimsskautlöndin unaðslegu
Heimsskautslöndin unaðslegu

Stofnun Vilhjálms Stefánssonar fagnar tíu ára afmæli stofnunarinnar um þessar mundir. Af því tilefni hefur stofnunin meðal annars opnað vefútgáfu af farandsýningunni Heimsskautslöndin unaðslegu. Á sýningunni má finna valdar ljósmyndir úr safni Vilhjálms Stefánssonar, handrit og útgefið efni, útdrátt úr dagbókum hans, kynningartexta og muni frá hinum ýmsu svæðum norðurslóða.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra ávarpaði samkomu sem haldin var í tilefni afmælisins. Hún sagði það gæfu stofnunarinnar að hún hefði skotið rótum í frjóum jarðvegi á Akureyri. Hún hefði stuðning af sambýli við Háskólann á Akureyri, ýmsar vísindastofnanir og skrifstofur tveggja verkefna Norðurskautsráðsins um vernd lífríkis og umhverfis hafsins. Byggð hefði verið upp góð umgjörð fyrir störf stofnunarinnar í akademísku samfélagi sem væri bæði þiggjandi og gefandi fyrir Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. Hér má lesa ræðu umhverfisráðherra í heild sinni.

Heimsskautslöndin unaðslegu.

Heimasíða Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta