Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um flutningaflug til umsagnar

Drög að reglugerð um flutningaflug flugvéla er nú til umsagnar hjá samgönguráðuneytinu. Hagsmunaaðilum er boðið að gera athugasemdir og senda þær í síðasta lagi fyrir 24. nóvember næstkomandi á netfangið [email protected].

Reglugerðardrögin innleiða ákvæði III. viðauka (EU-OPS) við eftirtaldar reglugerðir EB, að undanskildum Q-kafla í III. viðauka reglugerðanna (þ.e. kaflans um flug- vinnutímamörk og hvíldartími flugáhafna sem gefin er út í sér reglugerð):

- Reglugerð (EB) nr. 1899/2006 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála
- Reglugerð (EB) nr. 8/2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála
- Reglugerð (EB) nr. 859/2008 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 3922/91 um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála

Rétt er að benda á að ákvæði í meginmáli framangreindra reglugerða (EB) er að finna í reglugerð um samræmingu á tæknikröfum og stjórnsýslumeðferð á sviði flugmála sem bíður birtingar í Stjórnartíðindum.

Þar sem þýðingu framangreindra reglugerða (EB) er enn ekki að fullu lokið er hjálagður texti þeirra í reglugerðardrögunum á ensku. Beðist er velvirðingar á því að íslenska útgáfan fylgir ekki með.

Uppbygging reglugerðarinnar er eftirfarandi:

Í meginmáli reglugerðarinnar eru almenn ákvæði auk sérákvæða til frekari fyllingar ákvæðum í viðauka við reglugerðina.

Viðauki I hefur að geyma ákvæði viðauka III við reglugerð (EB) nr. 8/2008.

Viðauki II hefur að geyma ákvæði úr viðauka III við reglugerð (EB) nr. 859/2008 sem breyta ákvæðum II viðauka. Talin eru upp þau ákvæði sem taka gildi síðar.

Ráðgerð gildistaka reglugerðarinnar er 1.1.2009.

Ráðuneytið óskar umsagnar hagsmunaaðila í síðasta lagi fyrir 24. nóvember næstkomandi.

Drög að reglugerð um flutningaflug flugvéla ásamt viðhengjum. (PDF)


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta