Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2008 Dómsmálaráðuneytið

Hert barátta gegn fíkniefnum á Norðurlandi

Fíkniefnahundur finnur kannabisefni.
Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar finnur kannabisefni.

Samstarf lögregluembættanna fjögurra á Norðurlandi gegn fíkniefnavanda sem undirritað var 7. ágúst síðastliðinn hefur gefið góða raun. Í umfjöllun í nýútkomnu vefriti dóms- og kirkjumálaráðuneytisins kemur fram að aukið upplýsingastreymi milli lögregluembættanna hafi skilað betri yfirsýn yfir stöðu fíkniefnamála í landshlutanum og þegar orðið til þess að upplýsa nokkur fíkniefnamál. Markmiðið með samstarfinu er að efla styrk og samtakamátt lögregluliðanna á Akureyri, Blönduósi, Húsavík og Sauðárkróki og herða þannig baráttuna gegn innflutningi, dreifingu og neyslu fíkniefna.

Sjá umfjöllun í vefriti hér.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta