Styrkir til háskólanáms í Danmörku
Stjórnvöld í Danmörku bjóða fram fjóra styrki til handa Íslendingum til háskólanáms í Danmörku skólaárið 2009-2010. Styrkirnir eru ætlaðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskólanámi og eru miðaðir við 9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er 5.000 d.kr. á mánuði.
- Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2009.
Umsóknir um ofangreinda styrki, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar menntamálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er einnig hægt að nálgast á vefsíðu CIRIUS í Danmörku: www.ciriusonline.dk/Default.aspx?ID=829