Hoppa yfir valmynd
24. nóvember 2008 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Gildistími tilboða í háhraðaútboði framlengdur

Meirihluti bjóðenda í háhraðaútboði fjarskiptasjóðs hefur samþykkt að framlengja gildistíma útboðsins. Tilboð voru opnuð 4. september síðastliðinn og bárust sjö tilboð frá fjórum aðilum.

Ríkiskaup fór þess á leit við bjóðendur fyrir hönd fjarskiptasjóðs að þeir framlengdu gildistíma tilboða sinna til 20. janúar næstkomandi. Ástæða fyrir beiðninni er það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum. Vonir standa til þess að samningar megi takast um framkvæmd verkefnisins áður en hinn framlengdi gildistími tilboðanna rennur út. Verkinu mun seinka nokkuð vegna þessarar tafar.

Síminn átti lægsta tilboðið, 379 milljónir króna, en tilboðin voru allt uppí fimm milljarða króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta