Hoppa yfir valmynd
27. nóvember 2008 Utanríkisráðuneytið

Ferðaviðvörun vegna ástands í Mumbai

Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Mumbai (Bombay) á Indlandi í kjölfar árásanna þar á hótel og samgöngumiðstöðvar í gær. Íslendingar í Mumbai eða nákomnir ættingjar þeirra geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma, neyðarþjónustu ráðuneytisins eftir lokun í síma 545 9900 eða sent tölvupóst á netfangið: [email protected]. Þá geta þeir einnig haft samband við sendiráð Íslands í Nýju-Delí, í síma +91 11 4353 0300.

Utanríkisráðuneytið mun áfram fylgjast grannt með framvindu mála.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta