Ferðaviðvörun vegna ástands í Taílandi
Utanríkisráðuneytið ráðleggur Íslendingum frá ferðalögum til Taílands vegna mótmæla og átaka að undanförnu. Þeim sem nú eru í landinu er ráðlagt að halda sig fjarri mótmælaðgerðum. Flugvellirnir Suvarnabhumi International Airport og Don Muang Airport eru lokaðir og er þeim sem eiga bókaðar ferðir til og frá Taílandi bent á að setja sig í samband við ferðaskrifstofur sínar.
Íslendingar í Taílandi eða nákomnir ættingjar þeirra geta haft samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á skrifstofutíma, neyðarþjónustu ráðuneytisins eftir lokun í síma 545 9900 eða sent tölvupóst á netfangið: [email protected].
Utanríkisráðuneytið mun áfram fylgjast grannt með framvindu mála.