Hoppa yfir valmynd
1. desember 2008 Forsætisráðuneytið

Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 2008 vegna ársins 2009

Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði 2008 vegna ársins 2009 og þar með þrítugustu og annarri úthlutun úr sjóðnum.

Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.

Í stjórn sjóðsins sitja nú:
Margrét Bóasdóttir, söngkona, formaður skipuð af forsætisráðherra.
Eiríkur Guðnason, seðlabankastjóri, varaformaður, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.
Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur,
Margrét K. Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi og
Björn Teitsson, magister, sem kjörin eru af Alþingi.
Ritari sjóðsstjórnar er Sigfús Gauti Þórðarson, lögfræðingur.

Alls bárust 161 umsókn um styrki að fjárhæð um 229 millj. kr. Úthlutað var að þessu sinni 56 styrkjum að fjárhæð samtals kr. 30.400.000.- og hlutu eftirtaldir aðilar hæstu styrkina:

1. kr. 2.000.000, Félag um endurreisn Listasafns Samúels í Selárdal.
2. kr. 1.500.000, Stofnun Árna Magnússonar, orðfræðisvið.
3. kr. 1.500.000, Ljósmyndasafn Íslands, Þjóðminjasafni.
4. kr. 1.000.000, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
5. kr. 1.000.000, Skriðuklaustursrannsóknir, félag.

Sérstök úthlutunarathöfn verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík af þessu tilefni, kl. 16.00 í dag.

Nánari upplýsingar um Þjóðhátíðarsjóð má m.a. sjá á vefslóðinni www.sedlabanki.is/?PageID=28.

 

Úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði  2008 vegna ársins 2009 er sem hér segir: 

 

Umsækjandi

Verkefni

Fjárhæð

Þjóðháttasafn Þjóðminjasafns Íslands

Ágúst Ólafur Georgsson

Ljúka við skráningu afraksturs stúdentasöfnunarinnar 1976 í heimildasöfn Þjóðminjasafnsins og frágangur gagna

500.000

Daníel Arason

Gefa út í fyrsta skipti bók með öllum þekktum lögum Inga T. Lárussonar í útsetningu fyrir einsöng og píanó

800.000

Veiðisafnið SES

Páll Reynisson

Rannsaka og afla heimilda um íslenska byssusmíði og kaupa eina byssu gerða af Jóni Þorsteinssyni, byssusmiði

400.000

Safnahús Borgarfjarðar

Guðrún Jónsdóttir

Skanna elstu ljósmyndir Skjalasafns Borgarfjarðar

400.000

Kammerkórinn Carmina

Árni Heimir Ingólfsson

Gefa út geisladisk með lögum úr sönghandritinu Hymnodia sacra

500.000

Félag heyrnarlausra

Daði Hreinsson framkv.stj.

Skrá sögu heyrnarlausra í tilefni af 50 ára afmæli Félags heyrnarlausra árið 2010

500.000

Stofnun Árna Magnússonar

í íslenskum fræðum, orðfræðisvið

Guðrún Kvaran - Gunnlaugur Ingólfsson

Slá efni um 70000 seðla með orðum úr kveðskaparmáli, inn í tölvu og leggja út á vefinn

1.500.000

Penna ehf

Steinunn Hjartardóttir

Endurgera skjaldarmerki sýslnanna á Vestfjörðum frá grunni úr varanlegu vatnsheldu efni og varðveita þau þannig áfram á framhlið Hótels Flókalundar

200.000

Hollvinasamtök Dalabyggðar

Helga H. Ágústsdóttir

Setja upp fimm söguskilti á völdum stöðum í Dalabyggð

400.000

Síldarminjasafn Íslands-Siglufirði

Sigurbjörg Árnadóttir

Hefja smíði lítilla trébáta (árabáta) til að tryggja að sú verkkunnátta varðveitist komandi kynslóðum

600.000

Skagabyggð

Rafn Sigurbjörnsson

Staðsetja örnefni inn á hnitsettan kortagrunn, sem unnin er eftir loftmyndum

500.000

Minjasjóður Önundarfjarðar

Jóhanna Kristjánsdóttir

Skrá muni og bækur kaupmannshjóna að Hafnarstræti 3-5 Flateyri

500.000

Fornverkaskólinn

Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

Halda tvö námskeið í torfhleðslu þar sem endurhlaðnir verða veggir 20. aldar baðstofu á Tyrfingsstöðum

400.000

Íslenska fánasaumastofan ehf

Guðrún Þorvaldsdóttir

Leysa geymsluvandamál íslenska fánans með gerð sérstakra umbúða

400.000

Prof. Helgi Haraldsson

Greiða hluta vinnulauna við gerð íslenskrar - tékkneskrar / tékkneskrar- íslenskrar orðabókar

500.000

Ungmennafélag Skeiðamanna

Harpa Dís Harðardóttir

Ljúka útgáfu rits um örnefni og héraðssögu Skeiðahrepps

400.000

Ungmennafélagið Einingin

Sigurlína Tryggvadóttir

Útbúa og setja upp upplýsingaskilti og merkja gönguleiðir um Aldeyjuna áður en landið lætur á sjá

300.000

Guðrún A. Gunnarsdóttir

Gera skilti sem í máli og myndum greinir frá sögu síldarvinnslu við Ingólfsfjörð í Strandasýslu á árunum 1915 - 1951

400.000

Rauðka ehf

Hörður Júlíusson

Koma ljósmyndum á stafrænt form til varðveislu, afla upplýsinga um myndefni þeirra og setja upp ljósmyndasýningu

400.000

Bjarni Guðmundsson

Ljúka ritverki um sögu grassláttar á Íslandi

400.000

ORG ættfræðiþjónustan ehf

Oddur Helgason

Skrá æviskrár allra Íslendinga á öllum öldum

 

500.000

Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum

á Hellissandi

Skúli Alexandersson

Byggja yfir áraskipin Blika og Ólaf Skagfjörð og endurbyggja það síðarnefnda

500.000

Félag um endurreisn Listasafns

Samúels í Selárdal

Ólafur J Engilbertsson

Gera fokhelt endurgert íbúðarhús Samúels þar sem verður íbúð og vinnuaðstaða fyrir lista- og fræðimenn ásamt lítilli sölubúð

2.000.000

Fornleifavernd ríkisins

Kristín Huld Sigurðardóttir

Gera handbók um verndun minja landsins, jafnt fornleifa sem kirkjugripa

400.000

Vinir Skaftholtsrétta, Árnessýslu

Kristján H. Guðmundsson

Endurbyggja Skaftholtsréttir

500.000

Baldur Öxdal Halldórsson

Gera upp Halldórshús á Bakkafirði

400.000

Skriðuklaustursrannsóknir, félag

Steinunn Kristjánsdóttir

Greina  úr gögnum rannsóknarinnar á klausturgarði klausturkirkjunnar á Skriðuklaustri, á milli grafa úr kaþólskum og lútherskum sið

1.000.000

Hið íslenska bókmenntafélag

Gunnar H. Ingimundarson/

Mörður Árnason

Gefa út bókina Laufás - Kirkjur

500.000

Listasafn Íslands

Dagný Heiðdal, deildarstjóri

Ljósmynda tæplega 700 verk í safneigninni sem ekki er til ljósmynd af, ganga frá ljósmyndum í gagnagrunn safnsins og aðstoða við frágang á listaverkum í varanlega geymslu

500.000

Þjóðminjasafn Íslands

Guðmundur Ólafsson

Vinna fræðsluefni fyrir almenning og endurskapa konungsgarðinn á Bessastöðum í tölvu, út frá niðurstöðum rannsóknanna og gömlum uppdráttum

600.000

Minjasafn Austurlands

Elfa Hlín Pétursdóttir

Auka virðingu Kjarvalshvamms og tryggja verndun hans

600.000

Rannveig Þórhallsdóttir

Safna munnlegum heimildum til langtímavarðveislu, útgáfu og birtingar

400.000

Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn

Guðbjörg Kristjánsdóttir

Forvarsla á hluta úr Lífshlaupinu (Veggir úr vinnustofu Kjarvals)

400.000

Framfarafélag Snæfellsbæjar,

Hellissands- og Rifsdeild

Drífa Skúladóttir

Lagfæra Gufuskálavör sem er forn vör á Snæfellsnesi, sem var friðlýst árið 1969

 

300.000

Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Lára Magnea Jónsdóttir, formaður HFÍ

Gefa út nútíma Sjónabók og geisladisk með hefðbundnum íslenskum munstrum

500.000

Sögusetur íslenska hestsins ses

Arna Björg Bjarnadóttir

Skrá, skanna, flokka og varðveita elstu ljósmyndir sögusetursins

400.000

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Gísli Helgason

Frumskrá ljósmyndasafn Péturs Thomsen (1910-1988) í sérstaka leitarbæra tölvuskrá

1.000.000

Hollvinafélag Iðnaðarsafnsins

Þorsteinn E. Arnórsson

Taka viðtal við fyrrum starfsmenn sambandsverksmiðjanna á Akureyri, auk annara fyrirtækja í bænum

400.000

Sögufélag Eyfirðinga

Jón Hjaltason

Gefa út ábúenda- og jarðatal Eyjafjarðarsveitar norður að sýslumörkum Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu

500.000

FLH, Félag leiðsögumanna með

hreindýraveiðum

Sævar Guðjónsson/Emil Björnsson

Safna heimildum og  rita sögu hreindýra á Íslandi, og taka til við þar sem Ólafur Þorvaldsson hætti eða um 1960

400.000

Minja- og handverkshúsið Kört

Valgeir Benediktsson

Setja upp sýningu um ævi og störf  Þorsteins Þorleifssonar

400.000

Þingeyskur Sagnagarður

Jóhann Guðni Reynisson

Gera deiliskipulag, kynningarbækling og heimasíðu fyrir þingeyskan sagnagarð

500.000

Átthagafélag Sléttuhrepps

Þórólfur Jónsson

Gera við kirkjuna á Stað í Aðalvík sem byggð var 1904 og því friðuð samkvæmt þjóðminjalögum

800.000

Fornleifafélag Barðstrendinga og

Dalamanna

Björn Samúelsson/Uggi Ævarsson

Skrá fornleifar í Oddbjarnarskeri, og flétta síðan skráninguna saman við eyjamenningu Breiðarfjarðar

400.000

Ljósmyndasafn Íslands í

Þjóðminjasafni Íslands

Inga Lára Baldvinsdóttir

Innskanna  Ljós- og prentmyndasafn  Þjóðminjasafns Íslands

1.500.000

Íslenski bærinn/Vafurlogi ehf

Hannes Lárusson/Kristín Magnúsd.

Setja upp fasta sýningu Íslenska bæjarins þar sem byggt verður á myndrænum gögnum og heimildum sem til eru bæði í opinberum- og einkasöfnum

500.000

Sigrún Ástríður Eiríksdóttir

Gefa út úrval af þýðingum Bernard Scudder, á ljóðum 89 nafngreindra íslenskra skálda, auk fornkvæða og frumsaminna ljóða hans

700.000

Músík og saga ehf

Bjarki Sveinbjörnsson

Hafa uppá og skrá öll orgel sem komið hafa í íslenskar kirkjur frá lokum nítjándu aldar og fram á þennan dag

500.000

Þjóðleikhúsið

Tinna Gunnlaugsdóttir/Melkorka Tekla

Hefja vinnu við útgáfu á 60 ára afmælisriti Þjóðleikhússins og vegna rafrænnar skráningar á verkefnum þess

500.000

Nýlistasafnið ses

Tinna Guðmundsdóttir

Gefa út afmælisrit um 30 ára sýningarsögu Nýlistasafnsins

400.000

Guðrún Sveinbjarnardóttir

Vinna endanlega úr uppgrefti kirkjugrunnsins í Reykholti sem fram fór á árunum 2002 til 2007

500.000

Bókaútgáfan Salka

Hildur Hermóðsdóttir

Greiða kostnað við útgáfu bókarinnar Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar

500.000

Kvæðamannafélagið Iðunn

Steindór Andersen

Reisa Guðmundi Bergþórssyni (1657-1705) rímnaskáldi minnismerki á Stöpum á Vatnsnesi í samvinnu við önnur kvæðamannafélög á landinu

400.000

Íslensk sönglist/Ísalög

Jón Kristinn Cortez

Nótnasetja öll einsöngslög dr. Páls Ísólfssonar og gefa út, helst á bók, í tónhæð fyrir háar og lágar raddir

400.000

Starfshópur um örnefni í fjalllendi

Eyjafjarðar

Bjarni E. Guðleifsson

Setja örnefni sem til eru inn á loftmyndir af jörðum við Eyjafjörð og af þeim hluta Suður- Þingeyjarsýslu sem er við fjörðinn

400.000

K. Hulda Guðmundsdóttir

Endurgera kaleik og patínu úr silfri frá því á 12. öld sem voru í Fitjakirkju fram til 1915 en eru nú varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands

 

200.000

 

Alls kr. 30.400.000



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta