Hoppa yfir valmynd
10. desember 2008 Forsætisráðuneytið

Norrænar frændþjóðir rétta Íslendingum hjálparhönd

Á fundi norrænu ráðherranna sem haldinn var í Kaupmannahöfn, lögðu þeir áherslu á að sérlega mikilvægt væri að tryggja að m.a. íslenska fræðasamfélagið og íslensk ungmenni gætu áfram verið virk í norrænu samstarfi.

Ráðherrarnir hafa beðið Halldór Ásgrímsson, framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar, um að vinna tillögu að aðgerðum. Þær á, samkvæmt áætlun, að leggja fyrir samstarfsráðherrafund í byrjun mars á næsta ári.

Norrænar þjóðir hafa þegar sýnt stuðning sinn við Íslendinga með aðstoð við að afla lána hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.

„En við teljum þörf á frekari aðgerðum til að styðja við Ísland vegna þess erfiða ástands sem skapast hefur", segja ráðherrarnir.

Cristina Husmark Pehrsson samstarfs- og félagsmálaráðherra Svía stýrði fundi norrænu samstarsráðherranna.

Svíar fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári, en um áramótin taka Íslendingar við formennskunni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta