Hoppa yfir valmynd
10. desember 2008 Matvælaráðuneytið

Vegna aðgangs að rannsóknargögnum

Viðskiptaráðherra hefur óskað eftir því við stjórnvöld í Lúxemburg að þau veiti öllum þeim aðilum sem hafa með rannsókn á falli íslensku bankanna að gera og aðdraganda þess nauðsynlegan aðgang að gögnum sem því tengjast og geta verið að finna í dótturfélögum íslensku bankanna þar í landi. Þetta á einnig við um íslensk skattayfirvöld.

Í erindinu er bent á að vegna sérstakra aðstæðna á Íslandi sé það afar brýnt að aðgangur að öllum mikilvægum rannsóknargögnum sé greiður og hann bættur frá því sem nú er sé þess kostur. Þá er lögð áhersla á að greiður aðgangur að rannsóknargögnum sé mikilvægur þegar kemur að sölu eigna úr dótturfélögum bankanna.

Strandi aðgangur að gögnum á því að þetta eru fjármálafyrirtæki í lögsögu Lúxemburg er lögð þung áhersla á það í erindi viðskiptaráherra að stjörnvöld í Lúxemburg geri allt sem hægt er til að tryggja slíkan aðgang.

Viðskiptaráðuneytinu, 10. desember 2008



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta