Umhverfisráðherra ver andvirði jólakorta til góðgerðamála
Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra hefur afhent forsvarsmönnum Hugarafls og Klúbbsins Geysi peningagjafir, hvora að andvirði 100.000 kr. Umhverfisráðherra ákvað að senda ekki út jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks en verja andvirði kortanna þess í stað til góðgerðamála.
Klúbburinn Geysir er ætlaður þeim hafa átt við geðræn veikindi að stríða. Markmið klúbbsins er að rjúfa félagslega einangrun klúbbfélaga og brúa bilið út í samfélagið á ný. Smellið hér til að skoða heimasíðu klúbbsins.
Markmið Hugarafls er m.a. að vinna að verkefnum sem geta bætt geðheilbrigðisþjónustu, vinna gegn fordómum og stuðla að atvinnusköpun. Smellið hér til að skoða heimasíðu félagsins.