Andvirði jólakortasendinga til einstakra barna
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að senda ekki jólakort með kveðjum ráðherra og starfsfólks ráðuneytisins að þessu sinni en verja þess í stað fjárhæð sambærilegri hefðbundnum jólakortasendingum til velferðarmála. Fjárhæðinni, 250.000 krónum, verður varið til að styrkja Einstök börn, stuðningsfélag barna með sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma.
Um leið og Jóhanna tilkynnir um þessa ráðstöfun vill hún nota tækifærið og þakka félagasamtökum, stofnunum og öðrum samstarfsaðilum ráðuneytisins fyrir einstaklega gott samstarf á árinu sem er að líða og óska þeim og landsmönnum öllum farsældar og gleðilegra jóla.