Úthlutað úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar
Úthlutað hefur verið úr sjóðnum Gjöf Jóns Sigurðssonar. Þessu sinni voru veittar 12 viðurkenningar, samtals 6.500.000- kr. Þær eru eftirfarandi:
1) Sverrir Tómasson o.fl. Heilagra karla sögur. 600.000- kr.
2) Margrét Eggertsdóttir. Barokkmeistarinn. Listir og lærdómur í verkum Hallgríms Péturssonar. 600.000- kr.
3) Lára Magnúsardóttir. Bannfæring og kirkjuvald á Íslandi 1275-1550. Lög og rannsóknar-forsendur. 600.000- kr.
4) Gunnar Þór Bjarnason. Óvænt áfall eða fyrirsjáanleg tímamót? Brottför Bandaríkjahers frá Íslandi: aðdragandi og viðbrögð. 400.000- kr.
5) Hrefna Róbertsdóttir: Wool and Society. Manufactuting Policy, Economic Thought and Local Production in 18th-century Iceland. 600.000- kr.
6) Ragnheiður Kristjánsdóttir: Nýtt fólk. Þjóðerni og íslensk verkalýðsstjórnmál 1901-1944. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2008. 600.000- kr.
7) Friðrik G. Olgeirsson: Snert hörpu mína. Ævisaga Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi og Sáðmenn sandanna. Saga landgræðslu á Íslandi 1907-2007. 600.000- kr.
8) Hallgrímur Sveinsson: Jón Sigurðsson forseti. Lítil sögubók.200.000- kr.
9) Guðni Th. Jóhannesson: Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi.600.000- kr.
10) Jörgen Pind: Frá sál til sálar: Ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings. 600.000- kr.
11) Jón Ma. Ásgeirsson, Þórður Ingi Guðjónsson: Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Tómasarguðspjall, Tómasarkver, Tómas saga postula. 700.000- kr.
12) Róbert H. Haraldsson: Tveggja manna tal. Hið íslenska bókmenntafélag og Frjálsir andar. Ótímabærar hugleiðingar um sannleika, siðferði og trú. 400.000- kr.
Verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar er kosin af Alþingi. Í henni eiga nú sæti Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Jón G. Friðjónsson og Ragnheiður Sigurjónsdóttir.
Sjóðurinn var stofnaður samkvæmt erfðaskrá Ingibjargar Einarsdóttur, ekkju Jóns Sigurðssonar, dagsettri 12. desember 1879. Alþingi samþykkti síðan reglur um sjóðinn 24. ágúst 1881 og staðfesti konungur þær 27. apríl 1882.
Sjóðurinn veitti um skeið allmörgum fræði- og vísindamönnum viðurkenningu fyrir vel samin vísindarit og styrkti útgáfu þeirra. Síðar varð hann lítils megnugur þar sem hann rýrnaði vegna verðbólgu. Hinn 29. apríl 1974 ákvað Alþingi að efla sjóðinn með ákveðnu framlagi. Skal árleg fjárveiting til sjóðsins eigi nema lægri upphæð en sem svarar árslaunum prófessors við Háskóla Íslands. Í tímans rás hafa verið gerðar lítils háttar breytingar á reglum um sjóðinn en hinum upprunalegu markmiðum hefur verið fylgt.
Reykjavík 18. desember 2008