Hoppa yfir valmynd
19. desember 2008 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerð um verkflug til umsagnar

Til umsagnar eru nú hjá samgönguráðuneytinu drög að reglugerð um verkflug í atvinnuskyni. Þeir sem óska geta sent ábendingar og athugasemdir á netfangið [email protected] í síðasta lagi fyrir 5. janúar næstkomandi.

Reglugerðin hefur að geyma almenn ákvæði um flugrekstur í verkflugi í atvinnuskyni. Í reglugerðardrögunum er nánar er vísað til reglugerðar um veitingu flugrekstrarleyfa, markaðsaðgangs flugrekanda, fargjöld í flugþjónustu innan Evrópska efnahagssvæðisins nr. 969/2008 varðandi fjárhagskröfur til rekstrar og aðrar forsendur til útgáfu flugrekstrarleyfis.

Kröfur sama efnis voru áður í reglugerð um flutningaflug flugvéla nr. 193/2006 með síðari breytingum sem munu falla úr gildi 1. febrúar 2009 þegar ný reglugerð um flutningaflug flugvéla mun taka gildi (EU-OPS).

Ráðgerð gildistaka reglugerðarinnar er 1. febrúar 2009.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta