Hoppa yfir valmynd
23. desember 2008 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Sænska ríkisstjórnin styrkir fjárhagsstöðu sænsk-íslenska samstarfssjóðsins.

Sænska ríkisstjórnin hefur nú í lok árs ákveðið að styrkja enn frekar fjárhagslega stöðu sænsk-íslenska samstarfssjóðsins en hann hefur árlega úthlutað ferðastyrkjum vegna verkefna á sviði menningar, menntunar og vísinda í löndunum tveimur.

Sænska ríkisstjórnin hefur nú í lok árs ákveðið að styrkja enn frekar fjárhagslega stöðu sænsk-íslenska samstarfssjóðsins en hann hefur árlega úthlutað ferðastyrkjum vegna verkefna á sviði menningar, menntunar og vísinda í löndunum tveimur. Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn hefur það að markmiði að efla samvinnu milli Íslands og Svíþjóðar.

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita aukalega 400.000 SEK sem mun gera sjóðnum kleift að úthluta styrkjum tvisvar á ári, þ.e. 1. febrúar og 1. september ár hvert, auk þess sem ferðastyrkir munu hækka í 7000 SEK. Þá er ætlunin að nota hluta fjárhæðarinnar til að styrkja íslenska þátttakendur í norrænum verkefnum auk íslenska þátttöku í verkefnum í Svíþjóð. Er það vilji sænsku ríkisstjórnarinnar að styrkja samstarfið á milli Íslands og Svíþjóðar enn frekar til að minnka líkurnar á að fjárhagsleg niðursveifla komi niður á þeim góðu verkefnum sem unnin eru í samstarfi Íslendinga og Svía. Frekari upplýsingar um sænsk-íslenska samstarfssjóðinn er að finna á vef Norræna félagsins www.norden.se/island.asp



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta