Utanríkisráðherra tekur undir yfirlýsingu Friðaráðs um ástandið á Gaza
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og heiðursfélagi Friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna, hvetur almenning, ríkisstjórnir, alþjóðastofnanir, fjölmiðla, alþjóðlega verkalýðshreyfingu og aðra til að gefa gaum eftirfarandi yfirlýsingu Friðarráðsins um hernaðaðaðgerðir Ísraela á Gaza-svæðinu. Ingibjörg Sólrún tekur undir kröfuna um að árásum Ísraelshers verði þegar í stað hætt og að friðarviðræður verði hafnar að nýju þegar í stað með þátttöku Friðarráðsins.
Tveir fulltrúar Friðarráðsins, frá Ísrael og Palestínu, komu til Íslands í febrúar sl. til að kynna stefnu ráðsins.
________________________
FRÉTTATILKYNNING FRÁ FRIÐARRÁÐI PALESTÍNSKRA OG ÍSRAELSKRA KVENNA
28. desember 2008
Friðarráð ísraelskra og palestínskra kvenna (IWC) krefst þess að árásum Ísraelshers á Gaza-svæðinu, sem þegar hafa kostað hundruð mannslífa, verði hætt án tafar.
Þetta blóðbað getur aðeins orðið til þess að ýta undir frekari átök og gerir að engu veikar vonir um frið milli Ísraelsmanna og Palestínumanna.
Friðarráðið hvetur alþjóðasamfélagið, og einkum Kvartettinn, til að senda þegar í stað alþjóðlegt herlið á vettvang til að binda enda á þessa firru, vernda saklausa borgara og draga úr hinu slæma ástandi mannúðarmála á Gaza-svæðinu.
Friðarráðið fer þess einnig á leit við Kvartettinn, einkum næstu ríkisstjórn Bandaríkjanna, að hann þrýsti á um að friðarviðræður, byggðar á friðartillögu Arababandalagsins, verði hafnar að nýju þegar í stað sem er eina leiðin til að binda enda á hernámið og koma á varanlegum friði milli Ísraels og Palestínu, sem og á svæðinu öllu.
Fyrir hönd aðila að Friðarráðinu:
Palestínska stýrinefndin
Maha Abu-Dayyeh Shamas
Samia Bamieh
Lama Hourani
Ísraelska stýrinefndin
Naomi Chazan
Galia Golan
Anat Saragusti
Aida Touma-Sliman
Alþjóðlega stýrinefndin
Sylvia Borren
Luisa Morgantini
Jessica Neuwirth
Simone Susskind