Stuðningur ríkisstjórnarinnar vegna málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa í dag fundað með fulltrúum skilanefndar Kaupþings. Áður höfðu ráðherrarnir fundað með skilanefnd Landsbankans. Skilanefnd Kaupþings hefur afráðið að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum og nýtur til þess fulls stuðnings ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin mun einnig styðja við bakið á skilanefnd Landsbankans í hugsanlegum málaferlum á hennar vegum. Málshöfðun skilanefndar Landsbankans lýtur ekki að öllu leyti sömu tímafrestum og málshöfðun skilanefndar Kaupþings. Fjallað verður um málið í ríkisstjórn í fyrramálið.