Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

8,5 milljónir króna í styrki gegn kynbundnu ofbeldi

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, veitti á nýliðnu ári tæpar 8,5 milljónir króna í styrki til félagasamtaka sem sinna forvarnaverkefnum gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum og kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum eða veita þolendum aðstoð og stuðning. Verkefnin sem um ræðir styðja við markmið áætlunar ríkisstjórnarinnar á þessu sviði og fjögurra ára aðgerðaáætlunar félags- og tryggingamálaráðuneytisins fyrir árin 2007-2011 til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

Styrkir til samtaka sem aðstoða þolendur kynbundins ofbeldis voru veittir Samtökum um kvennaathvarf, Stígamótum og Sólstöfum, kvennaathvarfs á Vestfjörðum. Styrkir til forvarnaverkefna voru veittir samtökunum Blátt áfram til námskeiðahalds fyrir starfsfólk sem vinnur með fötluðum börnum og Þekkingarsetri styrktarfélagsins Áss til námskeiðahalds fyrir þroskaheft og heyrnarlaus börn og ungmenni.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta