Afhending trúnaðarbréfs í Páfagarði
Elín Flygenring, sendiherra, afhenti Benedikt XVI páfa trúnaðarbréf sem sendiherra Íslands gagnvart Páfagarði 18. desember sl.
Í samtali við páfa við trúnaðarbréfsafhendinguna sagðist hann fylgjast vel með hinu erfiða efnahagsástandi íslensku þjóðarinnar og að hann myndi biðja fyrir velferð Íslendinga. Hann afhenti sendiherra einnig skriflegt ávarp þar sem hann ræðir hin góðu samskipti Íslands og Páfagarðs síðan stjórnmálasamband milli ríkjanna var stofnað árið 1976, samvinnu lútersku og kaþólsku trúfélaganna á Íslandi, mannréttindi, umhverfisvernd og orkumál. Einnig var minnst sérstaklega á móttöku flóttamanna á Íslandi.