Hoppa yfir valmynd
7. janúar 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Framkvæmdasjóður aldraðra

Frestur til að sækja um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2009 rennur út 10. janúar næstkomandi. Sjóðurinn starfar samkvæmt ákvæðum laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 og reglugerð um sjóðinn nr. 1033/2004. Hlutverk hans er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra fer með stjórn sjóðsins og gerir tillögur til félags- og tryggingarmálaráðherra um úthlutun úr honum.

Heimilt er að veita framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra til eftirtalinna verkefna:

a. Bygginga þjónustumiðstöðva aldraðra og dagvista sem starfræktar eru af sveitarfélögum.

b. Bygginga dvalarheimila og sambýla.

c. Bygginga hjúkrunarheimila eða hjúkrunarrýma á öldrunarstofnunum í eigu sveitarfélaga, félagasamtaka og einkaaðila.

d. Breytinga og endurbóta á húsnæði stofnana sbr. a – c lið. Framlög skal miða við kostnaðaráætlun og mat á nauðsyn.

e. Annarra verkefna sem stuðla að uppbyggingu öldrunarþjónustu.

Frestur til að sækja um framlög í sjóðinn rennur út 10. janúar. Umsóknum skal skila til félags- og tryggingamálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 150 Reykjavík, á eyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin eru einnig aðgengileg á heimasíðu ráðuneytisins.

  • Umsóknarfrestur er runnin út


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta